Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2015 | 06:55

Evróputúrinn: Dubuisson, Cabrera-Bello og Kaymer efstir í hálfleik í París

Þrír eru efstir og jafnir í hálfleik á Alstom Open de France sem fram fer á Le Golf National golfvellinum í París.

Það eru þeir Martin Kaymer, Victor Dubuisson og Rafa Cabrera Bello.

Rafa Cabrera Bello er líka í forystu

Rafa Cabrera Bello er líka í forystu

Allir hafa þremenningarnir leikið á samtals 4 undir pari, 138 höggum; Kaymer (69 69) en Dubuisson og Cabrera Bello (68 70).

Fylgjast má með stöðunni e. 2. dag á Alstom Open de France með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 2. dags á Alstom Open de France með því að SMELLA HÉR: