Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2015 | 00:15

LET: Alex Peters efst í hálfleik

Það er enski kylfingurinn og nýliðinn á LET, Alex Peters sem er í efsta sæti í hálfleik ISPS Handa Ladies European Masters.

Alex átti frábæran hring upp á 63 högg í Buckinghamshire golfklúbbnum í dag og jafnaði vallarmetið af kvennateigum.

Samtals er hún því búin að spila á 133 höggum (70 63) og hefir 2 högga forystu á löndu sína Charley Hull, sem er í 2. sæti.

Í 3. sæti er síðan forystukona 1. dags, hin franska Sophie Giquel-Bettan, sem hefir leikið á samtals 134 höggum (66 70).

Sjá má kynningu Golf 1 á Alex Peters með því að SMELLA HÉR:

Sjá má stöðuna á ISPS Handa Ladies European Masters með því að SMELLA HÉR: