Rickie Fowler
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2015 | 12:00

Hver er kylfingurinn: Rickie Fowler? (5/5)

Rickie Fowler  sannaði það helgina 9-10. maí 2015 að hann er ekki bara sætur strákur, kynþokkafullur kylfingur, Boys banda meðlimur með bíladellu heldur frábær kylfingur. Félagar hans á PGA Tour voru stuttu fyrir sigur hans á The Players mótinu, sem oft er nefnt 5. risamótið, búnir að velja hann ásamt Ian Poulter „ofmetnustu kylfingana á PGA Tour.“ Fowler er svo sannarlega búinn að þvo þau hallmæli af sér og nú er m.a. talað um hann sem „verðandi golfgoðsögn“!

En hver er kylfingurinn Rickie Fowler? Því hefir verið reynt að svara í 5 greinum og birtist sú síðasta í dag. Rifja má upp fyrri greinar hér:  Grein 1 um Rickie Fowler ;  Grein 2 um Rickie Fowler;  Grein 3 um Rickie Fowler og  Grein 4 um Rickie Fowler.

Hér fer svo 5. og síðasta grein þessarar greinaraðar um Rickie Fowler:

Nautnafullur koss Alexis Randock og Rickie Fowler eftir sigur Rickie á The Players vakti athygli

Nautnafullur koss Alexis Randock og Rickie Fowler eftir sigur Rickie á The Players vakti athygli

2015
Eftir að hafa orðið T-12 á fyrsta risamóti ársins Masters, sigraði Fowler í fyrsta sinn eftir 3 ár eftir bráðabana á The Players Championship í maí. Eftir að hafa verið 5 höggum á eftir Sergio García allan síðasta hring Players þá spilaði Fowler síðustu 6 holurnar á 6 undir pari, þ.á.m. fékk Fowler örn á par-5 16. holunni.  Eftir fugl á 17. holunni og lokafugl á 18. holunni var Fowler 12 undir pari.  Sergio Garcia og Kevin Kisner áttu báðir möguleika á sigri á The Players, hefðu þeir náð að setja niður fuglapútt, en það tókst ekki og því varð að koma til bráðabana.  Fowler og Kisner fengu par og síðan fugl en Garcia fékk 2 pör og datt út. Því var einvígið milli Fowler og Kisner á 17. holu þegar teighögg Kisner lenti 3,7 metra frá holu.  Fowler svaraði með höggi sem lenti innan 1,5 metra frá pinna og þegar fuglatilraun Kisner fór forgörðum setti Fowler í fyrir fugli og sigraði í mótinu. Fowler lék síðustu 10 holurnar í mótinu á 8 undir pari!!!

Rickie Fowler og kærasta hans Alexis Randock

Rickie Fowler og kærasta hans Alexis Randock

Einkalíf Fowler. 
Rickie Fowler býr í Jupiter, Flórida, en þangað flutti hann frá Las Vegas eftir 2010 keppnistímabilið.  Miðnafn Rickie Fowler er Yutaka, en hann heitir í höfuðið á afa sínum í móðurætt, sem er Japani.  Amma hans í móðurætt er indjáni af Navajo ættbálki indíána. Á lokadegi hvers golfmóts er Fowler í appelsínugulu sem eru skólalitir Oklahoma State University.

Fowler var í Boys Bandinu „Golf Boys“ ásamt 3 öðrum PGA Tour leikmönnum þeim:  Ben Crane, Bubba Watson og Hunter Mahan. The Golf Boys gáfu út YouTube videó af lagi sínu „Oh Oh Oh“ þegar Opna bandaríska 2011 hófst. Farmers Insurance (tryggingafélagið) gefur $1,000  fyrir hverja 100,000 áhorfendur myndskeiðsins og rennur sú upphæð til góðgerðarmála sem bæði Farmers og Ben Crane styðja.

Árið 2012 gerði Fowler myndskeið fyrir Crowne Plaza hótelin sem bar titilinn „It’s Good to be Rickie“  (þýð: það er gott að vera Rickie) ásamt fyrrum PGA Tour leikmanninum og golffréttaskýrandanum Ian Baker Finch. Eins kom Rickie fram í auglýsingu ESPN „This is SportsCenter“ með íþróttafréttamanninum  John Anderson árið 2013.

Rickie fer tekur vikulega þátt í biblíulestrarhóp meðan hann er við keppni á PGA Tour og telst svo sannarlega til  góðu gæjanna á PGA Tour.

Hann á nú í sambandi við módelið Alexis Randock.

Heimild: Allar 5 greinarnar byggja á Wikipedia