Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2015 | 08:30

Mikið mótaframboð í dag 4. júlí 2015

Í dag er Þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna og það er mikið af opnum golfmótum í boði í dag fyrir kylfinga um allt land.

Engin mót eru í boði á Höfuðborgarsvæðinu, en þar eru meistaramót hafin eða í þann mund að hefjast.

Meistaramót Nesklúbbsins (2) á Seltjarnarnesi hefjast einmitt í dag.  Kylfingar á Höfuðborgarsvæðinu verða því að leita út fyrir borgarmúrana t.d. til Selfoss á Opna Dominos, í Öndverðarnesið á NTC Open, á Laugarvatn hjá GD á Fontanamótið;  vestur á Grundarfjörð á Kristmundarmótið eða á Írska daga á Skagann til að taka þátt í Opna Guiness mótinu eða til Borgarness á Opna Netto – Önnur mót eru í meiri fjarlægð 3 á Norðurlandi, 1 á Austurlandi og 1 á Vestfjörðum.

Um eftirfarandi mót er að ræða:

04.07.15 GOS Opna Dominos Almennt 1 Almennt
04.07.15 GA SKI Open Texas scramble 1 Almennt
04.07.15 GSS Opna Friðriksmótið Höggleikur með forgjöf 1 Almennt
04.07.15 Kvennamót GÓ og Nivea Punktakeppni 1 Kvennamót
04.07.15 GVG Kristmundsbikar Texas scramble 1 Almennt
04.07.15 GL Opna Guinness (Írskir dagar) Texas scramble 1 Almennt
04.07.15 NTC OPEN Punktakeppni 1 Almennt
04.07.15 GN Kríumót GN og Sparisjóðsins – Ný dagsetning Almennt 1 Almennt
04.07.15 NK MEISTARAMÓT NESKLÚBBSINS Annað – sjá lýsingu 8 Almennt
04.07.15 NK MEISTARAMÓT NESKLÚBBSINS – ÖLDUNGAFLOKKAR Almennt 3 Almennt
04.07.15 GD Opna Laugarvatn Fontanamótið Punktakeppni 1 Almennt
04.07.15 GGL Klofningsmótið-Mótaröðin Höggleikur með og án forgjafar 1 Almennt
04.07.15 GB Opna Nettó Punktakeppni 1 Almennt