Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2015 | 08:00

GKG: Um 300 þátttakendur í meistaramótinu

Meistaramótin hjá Golfklúbbum landsins eru á mörgum stöðum hafin en margir klúbbar hafa fært meistaramótin framar í keppnisdagskrá sumarsins. Má þar nefna að keppni er hafin hjá GKG, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.
Um 300 keppendur taka þátt hjá GKG og þar af margir af bestu kylfingum landsins. Guðmundur Oddsson formaður GKG sló fyrsta högg meistaramóts GKG.

Keppt er í 19 mismunandi flokkum. Meistaraflokkur karla hefur aldrei verið sterkari en í honum eru 22 skráðir keppendur. Flest allir afrekskylfingarnir okkar taka þátt auk atvinnumannanna, Birgis Leifs Hafþórssonar og Ólafs B. Loftsonar.

Meistaramótin er einnig byrjuð hjá í Sandgerði (GSG), Hveragerði (GHG), Álftanesi (GÁ).

Meistaramóti GVS er lokið.

Texti: GSÍ