Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2015 | 08:00

PGA: DJ rekinn eftir fall á lyfjaprófi

DJ hefir verið vikið úr PGA mótaröðinni eftir að hann féll á nýlegu lyfjaprófi.

Eftir lestur þessarar fréttar gætir nokkurra vonbrigða með DJ en hann er nýbakaður faðir og virtist vera að koma lífi sínu á réttan kjöl eftir að hafa tekið sér langt frí frá keppnisgolfi til þess að ná tökum á persónulegu lífi sínu.

Honum hefir síðan gengið ágætlega í þeim mótum sem hann hefir tekið þátt í frá því hann sneri aftur til keppni á PGA.

Nú virðist sem hann hafi greinst jákvæður fyrir notkun á kókaíni.

Lesa má fréttina sem birtist Golf.com með því að SMELLA HÉR: