Tiger Woods
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2015 | 18:00

PGA: Tiger með í Greenbriar

Tiger Woods verður með í Greenbriarmótinu, sem er mót næstu viku á PGA Tour og stendur frá fimmtudeginum 2. júlí til sunnudagsins 5. júlí 2015.

Spennandi verður að sjá hvernig honum gengur þá, en honum hefir ekki gengið alltof vel undanfarið.

Mótið fer að venju fram á Olde White TPC vellinum og þátttakendur eru 150 frá 17 ríkjum – það verða 156 endanlega sem taka þátt, en 2 sæti eru frátekin fyrir þá sem komust á PGA Tour gegnum Web.com Tour Finals.

Sá sem er hæst rankaður af þeim sem þátt tekur er Bubba Watson en hann er sem stendur nr. 5 á heimslistanum.  Aðrir hátt skrifaðir kylfingar á heimslistnaum taka þátt þ.á.m.: J.B. Holmes (13. sæti), Patrick Reed (15. sæti), Louis Oosthuizen (16. sæti), Kevin Na (23. sæti), Bill Haas (24. sæti), Paul Casey (35. sæti), Keegan Bradley (40. sæti), Webb Simpson (42. sæti) og Kevin Kisner (46. sæti).

Hins vegar taka nokkrir góðir ekki þátt, sem oft áður hafa verið meðal þátttakenda þ.á.m:  Jimmy Walker (12. sæti heimslistans), Brandt Snedeker (25. sæti heimslistans) og Gary Woodland (31. sæti heimslistans).