Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2015 | 08:00

PGA: Bubba heldur forystu í hálfleik á Travelers

Bubba Watson heldur forystu sinni í hálfeik á Travelers mótinu, sem fram fer á TPC River Highlands í Cromwell Conneticut.

Hann er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 129 höggum (62 67).

Í 2. sæti eru bandarísku nafnarnir Brian Stuard og Brian Harmann ásamt bandarísk/sænska kylfingnum Carl Petterson.

Þremenningarnir eru 2 höggum á eftir Bubba; allir samtals á 9 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: