KPMG-bikarinn á morgun – Safnað f. sumarbúðum í Reykjadal
Það verður mikið um að vera á Grafarholtsvelli í Reykjavík á morgun, laugardaginn 27. júní þar sem helstu afrekskylfingar landsins munu etja kappi í KPMG-bikarnum. Þar mæta þrjú landslið sameinuð til leiks í keppni gegn helstu atvinnukylfingum Íslands sem verða í fremstu röð í úrvalsliði atvinnu – og áhugakylfinga.
Landsliðin sem mæta til leiks munu nýta þessa keppni til þess að leggja lokahöndin á undirbúninginn fyrir Evrópumót landsliða í karla–, kvenna– og piltaflokki sem fram fara í byrjun júlí.
Keppnisfyrirkomulagið í KPMG-bikarnum er sótt í hefðir Ryderkeppninnar og leikinn er holukeppni. Sex fjórmenningsleikir fara fram þar sem tveir eru saman í liði og leika einum bolta til skiptis. Fimm tvímenningsleikir fara fram þar sem tveir kylfingar eigast við.
Í gær var greint frá því hvaða kylfingar mætast í KPMG-bikarnum og eru margir áhugaverðir leikir á dagskrá.
Landslið ı Pressulið – leikjaröð og rástímar:
Leikur 1. Rástími 11:00. Fjórmenningur.
Landslið Hlynur Bergsson GKG – Tumi Hrafn Kúld GA.
Pressulið: Hákon Örn Magnússon GR – Sigurþór Jónsson.
Leikur 2. Rástími 11:10. Fjórmenningur.
Landslið: Björn Óskar Guðjónsson GM – Henning Darri Þórðarson GK.
Pressulið: Emil Þór Ragnarsson GKG – Birgir Björn Magnússon GK.
Leikur 3. Rástími 11:20. Tvímenningur.
Landslið: Gísli Sveinbergsson GK.
Pressulið: Egill Ragnar Gunnarsson GKG.
Leikur 4. Rástími 11:30. Fjórmenningur.
Landslið: Ragnhildur Kristinsdóttir GR – Anna Sólveig Snorradóttir GK.
Pressulið: Berglind Björnsdóttir GR – Saga Traustadóttir GR.
Leikur 5. Rástími 11:40. Fjórmenningur.
Landslið: Karen Guðnadóttir GS – Heiða Guðnadóttir GM.
Pressulið: Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG – Helga Kristín Einarsdóttir NK.
Leikur 6. Rástími 11:50. Fjórmenningur.
Landslið: Haraldur Franklín Magnús GR – Andri Þór Björnsson GR.
Pressulið: Stefán Már Stefánsson GR – Hlynur Geir Hjartarson GOS.
Leikur 7. Rástími 12:00. Fjórmenningur.
Landslið: Axel Bóasson GK – Rúnar Arnórsson GK.
Pressulið: Aron Snær Júlíusson GKG – Ólafur Björn Loftsson GKG.
Leikur 8. Rástími 12:10. Tvímenningur.
Landslið: Sunna Víðisdóttir GR.
Pressulið: Signý Arnórsdóttir GK.
Leikur 9. Rástími 12:20. Tvímenningur.
Landslið: Kristján Þór Einarsson GM.
Pressulið: Þórður Rafn Gissurarson GR.
Leikur 10. Rástími 12:30. Tvímenningur.
Landslið: Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK.
Pressulið: Valdís Þóra Jónsdóttir GL.
Leikur 11. Rástími 12:40. Tvímenningur.
Landslið: Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR.
Pressulið: Birgir Leifur Hafþórsson GKG.
Safnað fyrir sumarbúðirnar í Reykjadal
Það er von þeirra sem að keppninni standa að kylfingarnir fái sem flesta fugla í KPMG-bikarnum. Fyrir hvern fugl í KPMG-bikarnum mun ákveðinn upphæð renna til styrktar sumarbúðum í Reykjadal. Síðast þegar slíkt var gert í KPMG-bikarnum safnaðist rúmlega hálf milljón kr. og vonast skipuleggjendur KPMG-bikarsins til þess að álíka upphæð safnist í „fuglastríðinu í Grafarholti.“
Árlega koma um 300 börn og ungmenni í Reykjadal yfir tímabil sem spannar sumarið og helgardvalir á veturna. Sumarbúðirnar hafa það að leiðarljósi að gefa þeim börnum og ungmennum sem þurfa sérstaka þjónustu vegna fötlunar tækifæri til að komast í sumarbúðir líkt og ófatlaðir jafnaldrar þeirra.
Þaulreyndir aðstoðarmenn
Úlfar verður með þaulreynda aðstoðarmenn með í för í KPMG-bikarnum. Samtals er þjálfara – og liðsstjórateymi Íslands með ellefu Íslandsmeistaratitla í golfi í farteskinu. Ragnar Ólafsson og Björgvin Sigurbergsson verða Úlfari innan handar í þessari keppni.
Ragnhildur Sigurðardóttir aðstoðar við stjórn Pressuliðsins, en hún er m.. fjórfaldur Íslandsmeistari í golfi, PGA kennari og margfaldur klúbbmeistari kvenna í GR.
KPMG-bikarinn býður upp á spennu og tilþrif þar sem leikinn verður holukeppni og er þetta kjörið tækifæri til þess að sjá bestu kylfinga landsins etja kappi á sögufrægum golfvelli í Grafarholti.
Margt í boði í Básum og við Grafarkotsvöll
Samhliða KPMG-bikarnum verður opið í æfingaaðstöðu GR í Básum allan daginn. Þar er öllum boðið að slá golfbolta og fá grunnleiðsögn í íþróttinni – en samtök PGA kennara á Íslandi verða með fulltrúa á svæðinu sem gefa góð ráð.
Að auki er hægt að taka þátt í skemmtilegri púttkeppni sem fram fer frá kl. 11:00-14:00 við æfingasvæði Grafarkotsvallar við Bása. Nöfn þeirra sem taka þátt fara í pott og er glæsilegur ferðavinningur í verðlaun. Dregið verður úr pottinum um leið og verðlaunaafhending fer fram í lok dags í KPMG Bikarnum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
