Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2015 | 10:00

PGA: Bubba leiðir e. 1. dag á Travelers

Travelers Championship er mót vikunnar á PGA Tour.

Mótið fer fram á TPC River Highlands í Cromwell, Conneticut.

Eftir 1. dag er bandaríski Masters sigurvegarinn 2012 og 2014, Bubba Watson, í forystu á glæsilegum 62 höggum.

Öðru sætinu deila 5 kylfingar 2 höggum á eftir Bubba þ.e. allir á 64 höggum en það eru: Keegan Bradley, Seung-Yul Noh, Harris English, Brian Stuard og Jason Gore.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Travelers Championship SMELLIÐ HÉR: