Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2015 | 12:00

Rory verður að bæta sig!

Rory McIlroy verður að bæta sig sagði  Ryder Cup fyrirliði liðs Evrópu 2014 Paul McGinley.

Rory er enn nr. 1 á heimslistanum en Jordan Spieth er að saxa á hann; sérstaklega eftir að hafa sigrað á báðum risamótum ársins það sem af er.

„Jordan er að stilla Rory upp við vegg og það getur verið gott fyrir hann,“ sagði McGinley. „Sama hversu vel hann (Rory) er búinn að spila þ.e. varð í 4. sæti á Masters og í 9. sæti á Opna bandaríska, þá hefur hann engu að síður skilið mikið eftir sem hann verður að bæta.

Spieth, sem er í 2. sæti á heimslistanum er sá eini sem á möguleika til þess að verða fyrsti kylfingurinn til þess að sigra á öllum 4 risamótunum á 1 ári.

Rory er einmitt náunginn sem gæti þvælst fyrir þessum fyrirætlunum Spieth!