Poulter gagnrýnir USGA
Ian Poulter hefir gagnrýnt USGA, þ..e. bandaríska golfsambandið vegna þess að þeir halda því fram að völlurinn þar sem Opna bandaríska fór fram hafi verið í góðu lagi.
Á Instagram gagnrýndi Poulter mjög ástand flatanna á Chambers Bay og birti m.a. meðfylgjandi mynd af einni flötinni á Chambers Bay.
Meðal þess sem hann sagði í texta var eftirfarandi: „Lítið á myndina. Þetta var yfirborðið sem við urðum að pútta á. Það er skammarlegt að bandaríska golfsambandið hefur ekki afsakað sig fyrir ástand flatanna. Þeir hafa einfaldlega sagt: „við erum ánægðir með ástand vallarins í þessari viku.“ […] „Þetta var ekki slæmur golfvöllur í raun spilaðist hann vel og var leikhæfur. Það sem var óleikhæft voru flatirnar, ef þetta hefði verið venjulegt PGA Tour mót myndu margir leikmannanna hafa sagt sig úr mótinu og farið heim, en leikmenn gera það ekki í risamóti. Þetta voru einfaldlega verstu, skammarlegustu flatirnar, sem ég hef séð á túrnum á öllum þeim árum sem ég hef spilað.“
Poulter lék lokahringinn á 77 höggum – kannski lélegt skor hans hafi valdið síðasta útspili hans á Instagram, en hann er frægur fyrir að tjá sig opinskátt um ýmislegt sem aðrir láta liggja milli hluta.
En ef maður virðir myndina fyrir sér er ekki frá því að hann hafi nokkuð til síns máls!
Auk þess hafa ýmsir aðrir kylfingar látið í sér heyra og hafa gagnrýnt Chambers Bay m.a. Henrik Stenson og Billy Horschel.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

