Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2015 | 07:05

US Open 2015: Jordan Spieth vann 2. risatitil sinn í ár!!!

Það var Jordan Spieth sem stóð uppi sem sigurvegari á Opna bandaríska og er hann því búinn að takast „hálft slam“ á þessu ári.

Nú er bara að taka hin 2 risamótin! 🙂

Reyndar var það alveg ótrúlegur klaufaskapur Dustin Johnson landa hans sem innsiglaði sigur Spieth, ekki síður en stórglæsileg frammistaða Spieth!

Spieth sigraði með skori upp á samtals  5 undir pari, 275 höggum (68 67 71 69), en hann lék Chambers Bay á 69 lokahringinn meðan DJ var á 67 og missti úr hverju dauðafærinu á fætur öðru.

Öðru sætinu deildu Louis Oosthuizen og DJ, en þeir voru höggi á eftir Spieth.

Sjá má úrslitin í Opna bandaríska að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: