Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2015 | 09:00

Áskorendamótaröð Íslandsbanka (3): Thelma Björt sigraði í telpnaflokki!!!

Þriðja mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka fór fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði í gær, 20. júní 2015.

Þátttakendur voru 50 og voru þátttakendur í telpuflokki 15-16 ára 2.

Sigurvegari varð Thelma Björt Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Keili.  Hún var á 16 yfir pari, 88 höggum

Í 2. sæti varð Andrea Nordquist Ragnarsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Andrea lék á 31 yfir pari 103 höggum.

Að þessu sinni var enginn þátttakandi í drengjaflokki í Áskorendamótaröðinni, sem er óvenjulegt!!!