Tiger Woods
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2015 | 09:00

US Open 2015: Tiger komst ekki í gegnum niðurskurð

Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurð á 115. móts Opna bandaríska, eftir hringi upp á 80 og 76.

Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2006, sem Tiger kemst ekki í gegnum niðurskurð.

Tiger var með versta hring sinn á Opna bandaríska risamótinu á 1. hring mótsins og síðan fylgdi hann því eftir í gær með 8 skolla hring og spilar því ekki um helgina.

Um hring sinn sagði Tiger:

Á golfvelli sem þessum er maður berskjaldaður.  Maður verður að vera nákvæmur og í formi. Augljóslega er ég það ekki.“

Tiger viðurkenndi að hann væri að spila versta golf ævi sinnar og er nú hruninn niður í 195. sæti heimslistans.

Aðrir sem ekki komust í gegnum niðurskurð í Opna bandaríska að þessu sinni eru sá sem átti titil að verja Martin Kaymer, Bubba Watson, og Rickie Fowler.