Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2015 | 11:00

PGA: Af hverju er Bubba óvinsælastur?

Þið munið e.t.v. eftir frétt sem birtist fyrir nokkrum vikum um óvísindalega könnun meðal leikmanna PGA þar sem spurt var hver meðal þeirra væri óvinsælastur.

Spurningin sem spurð var var eiginlega hverjum þeir væru minnst líklegir til að hjálpa af félögum sínum ef viðkomandi lenti í áflogum á bílastæði fyrir utan keppnisstað.

Svarið hjá flestum var Bubba Watson.

Þetta kallar á túlkun á svari félaganna.  Sumir hafa bent á að þeir séu fremur lágvaxnir en Bubba yfir 1,90 metra á hæð þannig að hvers vegna ættu þeir að geta hjálpað risanum?  Svar þeirra hafi ekki verið illa meint.

En svo eru bara til þeir sem staðhæfa að framkoma Bubba við aðra sé virkilega þannig að hann sé óvinsælastur.  T.a.m. skrifaði maður að nafni Shane Ryan bók sem ber titilinn Slaying The Tiger.  Þar segir hann á einum stað að Bubba líti á alla sem sér óviðkomandi.  Hann sé kaldur persónuleiki.  Jafnvel þeir sem útskrifast hafi úr sama skóla og hann; sé hann ekkert að opna sig fyrir en það eru 5 úr liði Georgia Bulldogs sem eru á PGA.  Þegar einn þessara PGA Tour leikmanna úr fyrrum Georgia Bulldogs liði Georgia háskóla, Brian Harman,  var spurður hvort þetta væri rétt eða hvort Bubba væri ekki bara í besta sambandi við fyrrum skólafélaga sína þá hló Harman bara og sagði:

Hann er það alls ekki (í sambandi við neinn)“ og hristi höfuðið.  „Hann er það bara ekki.  Það er leitt því við erum allir úr sama skóla.“

Svo eru þeir sem telja bara að Bubba sé einstaklega viðkvæmur persónuleiki,  hann sé sporðdreki (stjörnumerki skýra suma hluti fyrir einhverja) – hann sé stingandi til þess að verja sitt eigið viðkvæma egó.  Viðkvæmni hans birtist m.a. í því að hann táraðist þegar hann vann Masters risamótið í fyrra skiptið (2012).  Svo sé það enginn mælikvarði á menn hvort þeir umgangist skólafélaganna; fyrir því að hann umgengst þá ekki geta verið margar góðar og gildar ástæður.  Bent hefir verið á að Bubba hafi þess í stað fáa en góða vini á túrnum (því miður menn sem voru í minnihluta í óopinberu skoðanakönnuninni) en meðal vina Bubba á túrnum eru menn eins og Ben CraneHunter Mahan og Rickie Fowler; sem voru meðlimir í Golf Boys bandinu með Bubba. Sjá má vinsælasta smellinn þeirra til þessa með því að SMELLA HÉR: