Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2015 | 21:00

GH: Flott veður á Húsavík og spilað á 7 holum!

Gott veður hefir verið á Húsavík s.s. meðfylgjandi mynd sýnir og hægt hefir verið að spila 7 holur.

Golfvöllurinn á Húsavík heitir Katlavöllur og er einn af mest krefjandi og fallegum 9 holu golfvöllum Íslands.

Margar sérstakar brautir eru jafnframt á vellinum og því um að gera í sumar að skella sér norður og prófa að spila Katlavöll.

Sérstaklega er par-5 4. brautin sérstök, sem liggur í dogleg og síðan er slegið inn á upphækkaða flöt.

Nú er bara að prófa sjálfur!!!