Luke Donald valinn kylfingur ársins af blaðamönnum
Nr. 1 í heimi golfsins, Luke Donald, hefir nú hlotið enn eina rósina í hnappagatið. Honum var veittur Golf Writers Trophy 2011, þ.e. hann var valinn kylfingur ársins af blaðamönnum. Darren Clarke sigurvegari Opna breska og Rory McIlroy sigurvegari Opna bandaríska deildu 2. sætinu í kjörinu, meðan evrópska Solheim Cup liðið undir forystu Alison Nicholas varð í 4. sæti og Walker Cup liðið í því 5.
„Sérhver verðlaun sem maður hlýtur veita manni mikla ánægju og að blaðamenn skuli velja mig sem kylfing ársins hefir mikla þýðingu fyrir mig, virkilega,” sagði Luke. „Þetta er fólkið sem virkilega skilur golf og kann að meta þann árangur sem ég hef náð í ár.”
„Allir sem í kjöri voru til þess að hljóta AGW verðlaunin, Rory, Darren, Solheim Cup liðið og Walker Cup liðið – hefðu verðskuldað að sigra og því er það enn ánægjulegra að hafa verið valinn umfram þau. Þetta hefir geysimikla þýðingu fyrir mig,” sagði Luke Donald.
Heimild: europeantour.com
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
