Eggert Kristján Kristmundsson, GR. Mynd: Golf 1 Eimskipsmótaröðin 2015 (3): Fimm í efsta sæti í karlaflokk e. 1. dag
Það er gríðarlega jöfn keppni í karlaflokknum að loknum fyrsta keppnisdegi af alls þremur á Símamótinu sem hófst í dag á Hlíðavelli. Fimm kylfingar deila efsta sætinu á einu höggi undir pari vallar og þar á eftir koma níu kylfingar sem eru einu og tveimur höggum á eftir efstu mönnum.
Eggert Kristján Kristmundsson (GR), Theodór Emil Karlsson (GM), Örlygur Helgi Grímsson (GV), Kristján Þór Einarsson (GM) og Hlynur Geir Hjartarson (GOS) eru allir á -1 eða 71 höggi. Þar á eftir á pari vallar eru Heiðar Davíð Bragason (GHD) og Axel Fannar Elvarsson úr GL.
Ingvar Andri Magnússon (GR), Dagur Ebenezersson (GM), Sigurþór Jónsson (GK), Guðjón Henning Hilmarsson (GKG), Axel Bóasson (GK), Sigmundur Einar Másson (GKG) og Stefán Már Stefánsson eru allir á einu höggi yfir pari vallar.
Andri Þór Björnsson, úr GR, sem sigraði á fyrstu tveimur mótum tímabilsins á Eimskipsmótaröðinni, er að undirbúa sig fyrir keppni á Opna breska áhugamannamótinu sem fram fer á Carnoustie og Panmure in Angus, í Skotlandi. Alls verða sjö íslenskir keppendur á því móti, Aron Snær Júlíusson (GKG), Gísli Sveinbergsson (GK), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR), Haraldur Franklín Magnús (GR), Ragnar Már Garðarsson (GKG) og Rúnar Arnórsson (GK). Þeir eru því allir fjarverandi á Símamótinu.
Hér má sjá stöðuna á Símamótinu eftir 1. keppnisdag SMELLIÐ HÉR:
Texti: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
