Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 8. 2015 | 07:30

Landsliðsþjálfari stoltur af íslensku landsliðunum (karla-og kvenna) á Smáþjóðaleikunum

Smáþjóðaleikunum lauk nú um helgina á Korpu.

Skemmst er frá því að segja að Íslendingar sópuðu til sín allt gull bæði í einstaklingskeppni sem liðakeppni – karla- sem kvennaflokki.

Landsliðsþjálfarinn okkar Úlfar Jónsson er afar stoltur af landsliðunum.

Á facebook síðu sína skrifaði hann m.a.:

Stoltur af landsliðsfólkinu okkar, unnu öll gull sem voru í boði í golfi á Smáþjóðaleikunum! Frábærir einstaklingar sem mynduðu sterkt lið. —“