Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2015 | 12:00

Poulter og Fowler ofmetnir

Í nýlegri skoðanakönnum sem Sports Illustrated, stóð fyrir meðal kylfinga á PGA Tour voru þeir Rickie Fowler og Ian Poulter valdir ofmetnustu kylfingar á túrnum.

Báðir hlutu 24% atkvæða – Sjá má niðurstöður könnunarinnar í heild sinni hér:

Rickie Fowler: 24%

Ian Poulter: 24%

Bubba Watson: 12%

Hunter Mahan: 8%

Aðrir: 32%

Fowler, 26 ára, er nr. 13 á heimslistanum en Poulter nr. 30.  Það sem helst er fundið að Fowler er að hann hefir aðeins sigrað 1 sinni á PGA Tour.

Erfitt er að sjá hvað félagarnir á PGA Tour finna að Poulter. Hann er 39 ára og hefir unnið 14 sinnum samtals á PGA Tour og Evróputúrnum samanlagt og hefir einu sinni meira að segja orðið heimsmeistari í holukeppni, í Marana 2010- að ógleymdu því að hann er alger hetja í Ryder Cup.

Öfund?

Báðir eru Fowler og Poulter skrautfuglar sem þekktir eru fyrir að klæðast litríkum fatnaði og a.m.k. Fowler nýtur mikillar kvenhylli vegna útlits síns; báðir eru töffarar með bíladellu; eiga glæsibíla og auk þess sem a.m.k. Poulter þykir ekki liggja á skoðunum sínum; á reglulega í ritdeilum við hina og þessa á félagsmiðlunum og hefir látið miður viðurkvæmileg orð falla um hina og þessa, sem eru honum ekki að skapi.   Kannski þetta skipti allt máli þegar menn velja ofmetnuðustu kylfingana!