Poulter og Fowler ofmetnir
Í nýlegri skoðanakönnum sem Sports Illustrated, stóð fyrir meðal kylfinga á PGA Tour voru þeir Rickie Fowler og Ian Poulter valdir ofmetnustu kylfingar á túrnum.
Báðir hlutu 24% atkvæða – Sjá má niðurstöður könnunarinnar í heild sinni hér:
Rickie Fowler: 24%
Ian Poulter: 24%
Bubba Watson: 12%
Hunter Mahan: 8%
Aðrir: 32%
Fowler, 26 ára, er nr. 13 á heimslistanum en Poulter nr. 30. Það sem helst er fundið að Fowler er að hann hefir aðeins sigrað 1 sinni á PGA Tour.
Erfitt er að sjá hvað félagarnir á PGA Tour finna að Poulter. Hann er 39 ára og hefir unnið 14 sinnum samtals á PGA Tour og Evróputúrnum samanlagt og hefir einu sinni meira að segja orðið heimsmeistari í holukeppni, í Marana 2010- að ógleymdu því að hann er alger hetja í Ryder Cup.
Öfund?
Báðir eru Fowler og Poulter skrautfuglar sem þekktir eru fyrir að klæðast litríkum fatnaði og a.m.k. Fowler nýtur mikillar kvenhylli vegna útlits síns; báðir eru töffarar með bíladellu; eiga glæsibíla og auk þess sem a.m.k. Poulter þykir ekki liggja á skoðunum sínum; á reglulega í ritdeilum við hina og þessa á félagsmiðlunum og hefir látið miður viðurkvæmileg orð falla um hina og þessa, sem eru honum ekki að skapi. Kannski þetta skipti allt máli þegar menn velja ofmetnuðustu kylfingana!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
