Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2015 | 11:00

GVS: Opna Skemmumótið – Styrktarmót fer fram 9. maí n.k.

Styrktarmót vegna æfinga- og vélaskemmu GVS fer fram laugardaginn 9. maí n.k..

Skemman var reist á síðasta ári og nú liggur fyrir að klára innviðina svo æfingar aðstaðan verði tilbúin fyrir næsta vetur.

Mótið er punktamót og verða veitt verðlaun fyrir 6 efstu sætin. Um er að ræða einn flokk karla og kvenna og er verð kr. 3.500,-

Eftirfarandi aðilar styrkja mótið veglega með verðlaunum: Fjarðarkaup, Bláa Lónið, Golfbúðin,Hamborgara Fabrikkan , Gamla Pósthúsið o.fl.

Hægt er að komast inn á golf.is til þess að skrá sig í mótið með því að SMELLA HÉR: