Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2015 | 19:30

WGC: Úrslitarimman hafinn – Rory g. Gary Woodland – Fylgist með hér!

Nú er úrslitarimman í heimsmótinu í holukeppni í San Francisco hafin og ljóst að til úrslita keppa nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy og bandaríski kylfingurinn Gary Woodland.  Fylgjast má með leiknum á skortöflu með því að SMELLA HÉR:

Úrslit í 8 manna úrslitunum urðu eftirfarandi:

Rory McIlroy g. Paul Casey  – Rory vann á 22. holu

Jim Furyk g. Louis Oosthuizen – Furyk vann 4&2

Gary Woodland g. John Senden  – Woodland vann 5&3

Danny Willett g. Tommy Fleetwood – Willett vann 4&3

Í 4 manna úrslitunum mættust því ofangreindir feitletraðir og fóru leikir þeirra í millum með eftirfarandi hætti:

Rory g. Furyk – Rory vann 1 Up

Woodland g. Willett – Woodland vann 3&2