Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2015 | 10:00

LPGA: Lexi og Inbee leiða e. 3. dag

Það eru þær Lexi Thompson og Inbee Park, sem leiða eftir 3. dag Volunteers of America North Texas Shootout mótsins.

Báðar eru þær búnar að spila á samtals 9 undir pari, 204 höggum; Lexi (67 69 68) og Inbee (69 66 69).

Í 3. sæti eru Brooke Henderson, Karrie Webb og Angela Stanford aðeins 1 höggi á eftir, á samtals 8 undir pari, hver.

Sjá má stöðuna í Volunteers of America North Texas Shootout mótsins með því að SMELLA HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Volunteers of America North Texas Shootout mótinu SMELLIÐ HÉR: