Glæsilegur árangur 11 ára stráks – Böðvars B. Pálssonar á 1. maí mótinu á Hellu!
Böðvar Bragi Gunnarsson, GR, er aðeins 11 ára, en verður 12, 28. maí n.k.
Hann er sonur Gunnars Páls Pálssonar, en þeir feðgar ásamt vini Böðvars Braga, Tómasi Eiríkssyni, tóku einmitt þátt í 1. maí móti GHR og Grillbúðarinnar í gær.
Skráðir í mótið voru 213, og þeir sem luku mótinu 208.
Þar af varð Böðvar Bragi, sem var langyngsti keppandinn (f. 2003) í 25. sæti í höggleik ÁN forgjafar, á 11 yfir pari (ekki margir sem spila árafjölda sinn yfir pari og eru samt á góðu skori!) Aðeins 27, eða minna en 13% þátttakenda spiluðu á 11 yfir pari eða betur.
Elsti keppandinn á Hellu í gær var úr Golfklúbbnum Keili, en það var Jóhann Smári Jóhannesson en hann á 80 ára merkisafmæli, 6. september, á þessu ári!
Böðvar Bragi var aðeins 1 af 4 strákum, sem flokkast myndu í strákaflokk 14 ára og yngri á Unglingamótaröðinni, sem þátt tóku í 1. maí mótinu á Hellu. Hinir eru vinur hans, Tómas (f. 2002) sem er árinu eldri og bræðurnir Egill Orri (f. 2002) og Bjarni Freyr Valgeirssynir (f. 2001), en allir eru þessir duglegu strákar í Golfklúbbi Reykjavíkur.
Böðvar Bragi er þrátt fyrir ungan aldur kominn með lága forgjöf 9,1 og vakti fyrst athygli á sér s.l. sumar þegar hann sigraði á unglingamóti, sem haldið var í tilefni af 80 ára afmæli Golfklúbbs Reykjavíkur; var á 47 punktum þar!!! Sjá frétt Golf 1 af því með því að SMELLA HÉR:
Það er greinilegt að framtíðin er björt hjá GR, a.m.k. í hnokka/strákaflokki!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
