LET Access: Valdís og Ólafía náðu niðurskurði á Spáni!
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL er er enn við leik á 2. hring Ribeira Sacra Patrimonio de la Humanidad International Ladies Open mótinu þar sem keppendur eru 108 (eða 104 þar sem fjórar hafa dregið sig úr mótinu. Eftir hringinn verður skorið niður.
Valdís Þóra hefir nú rétt í þessu lokið leik en hún lék 2. hringinn á 3 yfir pari, 73 höggum á ansi skrautlegum hring þar sem hún fékk 3 fugla, 4 skolla og 1 árans skramba. Samtals er hún því á 3 yfir pari 143 höggum (70 73).
Ólafía Þórunn er búin að spila báða hringi mótsins á 2 yfir pari, 72 höggum er semsagt á samtals 4 yfir pari, 144 höggum (72 72) og flaug gegnum niðurskurð.
Efst er enn sem fyrr heimakonan, spænski áhugakylfingurinn Luna Sobron, en eins og segir; hringurinn stendur enn yfir þannig að úrslit gætu enn breyst en bilið er að mjókka milli efstu keppenda.
Ljóst er að nokkrir sterkir kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurð þ.á.m Melodie Bourdy, systir franska stórkylfingsins á Evrópumótaröðinni Grégory Bourdy; Íslandsvinurinn Nina Muehl frá Austurríki komst ekki í gegn; einn fremsti kylfingur Sviss Caroline Rominger komst heldur ekki í gegn sem og ein helsta vonarstjarna Ítala Vittoria Valvassori. Eins tók þátt í mótinu LET kylfingurinn Nobuhle Dhlamini, sem er fyrsti kylfingurinn frá Swazilandi til að spila á LET, en hún komst ekki í gegn í þetta skipti.
Til þess að sjá stöðuna á Ribeira Sacra Patrimonio de la Humanidad International Ladies Open SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
