Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2015 | 15:00

Þúsundir Íslendinga í golfferðum

Ferðaskrifstofur áætla að um páskaleytið s.l. hafi þúsundir Íslendinga verið í golfferðum.

Vinsælustu áfangastaðirnir eru sem fyrr Spánn og áfangastaðir í Bandaríkjunum, sem þekktir eru fyrir góða golfvelli s.s. Flórída.

Golfþyrstir kylfingar hér heima lengja þannig golfvertíðina og komast aðeins úr þeim kulda og ótíð undanfarið til að spila á iða-grænum, undurfögrum golfvöllum víða um heim, sem bjóða upp á hlýrri veðráttu.

Heimsferðir hafa sem fyrr boðið golfurum upp á staði á borð við Costa Ballena, Montecastillo og Novo Sancti Petri.

Meðfylgjandi mynd er einmitt tekin af þeim vinkonum Völu Bjarna, Lísu og Öglu, úr Golfklúbbnum Keili í Hafnrfirði, sem voru að slaka á eftir golfhringi dagsins á Novo Sancti Petri golfstaðnum.

Eiginmenn voru að sjálfsögðu einnig með í ferðinni og má sjá mynd af þeim hér fyrir neðan:

Eiginmenn