Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2015 | 11:10

Nordic Golf League: Birgir Leifur á 67 á 2. degi í Rømø

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lauk 2. hring nú fyrir skemmstu á Bravo Tours Open – by Visit Tønder mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni.

Birgir Leifur lék á glæsilegum 5 undir pari, 67 höggum og fékk hann 7 fugla og 2 skolla á hringum.

Við þetta glæsiskor flýgur Birgir Leifur upp skortöfluna, en hann var T-76 eftir 1. dag og er nú í 15. sæti mótsins fer sem sagt upp skortöfluna um 61 sæti.

Margir eiga eftir að ljúka hringjum sínum og getur sætistala Birgis Leifs því breytst eftir því sem líður á daginn, en ljóst er að hann er búinn að snúa dæminu við frá slæmu gengi 1. dags og vonandi að þetta dugi til að komast í gegnum niðurskurð.

Ólafur Björn Loftson, GKG, er einn þeirra sem á eftir að ljúka hring sínum en hann var T-8 í gær, eftir 1. dag.

Sjá má skortöflu Bravo Tours Open – by Visit Tønder mótsins með því að SMELLA HÉR: