Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2015 | 03:30

Nordic Golf League: Ólafur Björn á +1 og Birgir Leifur +7 e. 1. dag í Danmörku

Þeir Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, GKG, eru við keppni á móti Nordic Golf League mótaraðarinnar, þ.e. Bravo Tours Open by Visit Tønder mótinu.

Leikið er á Rømø Golf Links, í Danmörku. Þátttakendur eru 156 og mótið stendur 29. apríl til 1. maí 2015.

Ólafur Björn er T-8 eftir 1. dag þ.e. hann er í 8.-14. sæti mótsins. Ólafur Björn lék á 1 yfir pari, 73 höggum; fékk 3 fugla og 4 skolla á hringnum.

Birgir Leifur lék á 7 yfir pari, 79 höggum og er T-76. Hann fékk aðeins 1 fugl en einnig 4 skolla og 2 slæma skramba.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Bravo Tours Open – by Visit Tønder mótinu SMELLIÐ HÉR: