Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2015 | 16:45

Calvin Peete látinn 71 árs

Calvin Peete, einn besti þeldökki kylfingurinn fyrir daga Tiger Woods, dó í morgun 71 árs gamall (f. 18. júlí 1943 – d. 29. apríl 2015).

PGA Tour gaf ekki upp dánarorsök.

Murray Brothers Funeral Home staðfesti að þeir sæju um jarðarför Peete.

Peete var sérlega þekktur fyrir högglengd sína og jafnframt nákvæmni dræva sinna, en hann vann 12 sinnum á PGA Tour.

Hann var fremstur á PGA túrnum í nákvæmni dræva á hverju ári á árunum  1981 til 1990. Besta ár Peete var 1982, þegar hann sigraði 4 sinnum. Hann vann Vardon Trophy fyrir lægsta meðaltalsskor 1984 og rétt hafði betur en Jack Nicklaus.

Peete sigraði á The Players Championship árið 1985 í lék í tveimur Ryder bikarsliðum Bandaríkjamanna.

Peete skaraði fram úr jafnvel þó hann væri með vinstri handlegg sem hann gat ekki rétt úr eftir að olnbogi hans brotnaði þegar hann var barn. Læknar settu gipsið ekki rétt á þannig að handleggurinn greri aldrei almennilega.

„Calvin veitti svo mörgum mönnum innblástur. Hann byrjaði fremur seint í golfi en varð fljótt einn af bestu kylfingum á Túrnum vann og vann oft þrátt fyrir erfiðleikana með meidda handlegginn,“ sagði framkvæmdastjóri PGA Tour Tim Finchem said.

Ég man enn eftir að sjá Calvin slá högg, beint eftir miðri brautinni, en þetta voru ótrúlegir hæfileikar sem hann hafði þrátt fyrir líkamlegar takmarkanir. Í gegnum allt líf sitt gaf hann svo mikið og við tókum sérstaklega eftir því þegar hann flutti til Ponte Vedra Beach þar sem hann studdi samfélag sitt, PGA Tour og góðgerðarstarfsemi á vegum Túrsins. Saman með eiginkonu sinni, Pepper gaf hann af sér með vinnu sinni fyrir First Tee og unglingagolfið á svæðinu. Calvin mun ævinlega verða minnst sem frábærs golfmeistara og einstaklings sem alltaf gaf aftur tilbaka til leiksins. Við söknum hans óumræðilega.“

Peete lætur eftir sig ekkju sína Pepper og sjö börn.

Gary Player var meðal þeirra fyrstu sem vottuðu aðstandendum Peete samúð sína á Twitter í morgun:

My deep condolences on the passing of Calvin Peete. He was one of the best ball strikers ever. Sad to loose him so soon. RIP my friend. GP“  (Lausleg þýðing: Dýpstu samúðarkveðjur mínar vegna andláts Calvin Peete. Hann var einn af þeim bestu í slættinum. Leitt að missa hann svona fljótt. Hvíldu í friði vinur minn. GP.“