Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2015 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Soo Bin Kim (32/45)

Nú hafa allar stúlkurnar verið kynntar sem urðu í 18.-45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014.

Þrjár (þ.e. þær í 18.-20. sæti) erumeð fullan spilarétt eftir 7 manna bráðabana og hinar sem urðu í 21.-45. sæti með takmarkaðan spilarétt

Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á  LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída.

Sjö kylfingar deildu 11. -17. sætinu, en þær léku allar á samtals 5 undir pari, hver.

Þetta eru þær: frænka Tiger: Cheyenne Woods,  Therese Koelbaek frá Danmörku, franski kylfingurinn  Perrine Delacour,  SooBin Kim frá Suður-Kóreu,  Sakura Yokomine frá Japan,  Sophia Popov frá Þýskalandi og  Ju Young Park, frá Suður-Kóreu.
Ju Young Park, Sophia Popov og Sakura Yokomine hafa þegar verið kynntar, en sú sem kynnt verður í dag er Soo Bin Kim.
SooBin Kim lék á samtals 5 undir pari, 355 höggum (71 71 73 65 75).

SooBin Kim fæddist 8. júlí 1993 og er því 21 árs.

Hún kemur frá Donghae, Suður-Kóreu en býr í Vancouver í Kanada.

SooBin var um stund í bandaríska háskólagolfinu, en hún spilaði með liði University of Washington og hætti í skólanum þegar hún komst á LPGA, en hún varð eins og segir T-11 í Q-school í desember 2015.

Sjá má afrek Soo Bin í bandaríska háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR: 

SooBin er nýliði á LPGA, en hún komst á bestu kvenmótaröð heims í fyrstu tilraun sinni.

SooBin segir frænku sína hafa komið sér í golfið vegna þess að sú vildi að hún væri aktíf og hreyfði sig.

Í frístundum sínum segist SooBin helst vilja vera að matreiða, teikna eða hlusta á tónlist.