Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2015 | 06:59

USGA veldur úlfúð vegna fyrirhugaðra teigmerkja á Opna bandaríska

Mike Davis, framkvæmdastjóri USGA þ.e. bandaríska golfsambandsins olli úlfúð á árlegum fréttamannafundi út af fyrirhuguðum teigmerkingum á Opna bandaríska risamótinu nú í sumar.

Þessi fréttamannafundur sambandins er árlegur viðburður þar sem farið er yfir hverju megi búast við á einum af 4 stærstu golfviðburðum ársins, Opna bandaríska risamótinu.

Í ár fer mótið fram á Chambers Bay í Washington, í fyrsta sinn, þannig að það er margt sem ekki er vitað um völlinn.

Davis lét falla orð sem höfðu sprengiáhrif þegar hann sagði eftirfarandi um völlinn þ.e. að hann:

gefur okkur færi á að hafa teigmerki þar sem við viljum.  Í sumum tilvikum gætum við endað á að setja teigmerkin í halla sem er andstætt því sem flestir gera ráð fyrir þ.e. að þau (teigmerkin) séu á mjög flötum svæðum. Það eru nokkur þar sem við gætum gefið leikmönnum halla niður á við, upp á við eða verið með teigmerkin í hliðarhalla. Þannig að það er áhugavert.“

Flestum fannst ekkert áhugavert við þessi orð Davis.

Það er órituð regla í golfinu að teigmerki séu á jafnsléttu alveg eins og flatir en það að kylfingar hefji og ljúki leik á ójöfnu er bæði erfitt og ósanngjarnt.

Nógu svínslega erfitt er nú Opna bandaríska í forveginn, en það er talið það erfiðasta af risamótunum 4 og óþarfi að þyngja það enn meira.

Jamm, fólki var ekkert vel við þessa hugmynd Davis og hefir farið hamförum á félagsmiðlunum.