Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2015 | 06:39

Brooke Henderson komst gegnum úrtökumót inn í 1,3 milljóna LPGA mót

Kanadíska golfnýstirnið Brooke Henderson, 17 ára, tók þátt í úrtökumóti fyrir Volunteers of America North Texas Shootout golfmótið, í gær, en mótið er á LPGA mótaröðinni og verðlaunafé þar 1,3 milljóna bandaríkjadala.

Henderson vakti athygli á sér í Swinging Skirts mótinu þar sem hún landaði 3. sætinu s.l. helgi.

Henderson sem er frá Smith Falls í Ontario Kanada tryggði sér sæti í mótinu eftir 4 stúlkna bráðabana um 2. sætið og þar með farmiða á LPGA mótið

Heather Bowie Young vann úrtökumótið með skor upp á 68 högg.

Henderson varð s.s. áður segir T-2 ásamt þeim Nicole Jeray, Erica Popson og Portland Rosen og því varð að koma til bráðabana milli þeirra, þar sem Henderson vann.

Henderson hélt fyrst að skorið hennar myndi ekkert duga henni í nokkuð sæti.

Ég hélt að ég væri dottin út þannig að ég var ánægð þegar ég komst að því að ég ætti möguleika.“

Miklu meira en það, hún komst áfram og tekur nú þátt í The Volunteers of America North Texas Shootout sem hefst á morgun í  Las Colinas Country Club.