Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2015 | 12:45

Tiger útskýrir tannuppákomuna

Tiger er ekkert óvanur meiðslum, en ein þau furðulegust eru samt þegar hann ætlaði að koma kærustu sinni, Lindsey Vonn, skíðadrottningu á óvart í Ölpunum og einn ljósmyndarinn sló tönn/tennur úr honum.

Nú nýlega á blaðamannafundi útskýrði Tiger nánar hvað gerðist, m.a. vegna allskyns sögusagna sem farið hafa á kreik um atvikið.

Skv. Tiger átti tannuppákoman sér stað með eftirfarandi hætti:

Ég leit niður og allir myndupptökugæjarnir voru fyrir neðan mig og hnjánum og á hreyfingu út um allt að reyna að ná myndum vegna þess að hún (Lindsey) var að faðma fólk að sér, óska þeim til hamingju sem voru að koma niður brekkuna ,“ sagði Tiger.

Sumir (keppendur) höfðu þegar klárað aðrir voru í búningsherbergjunum.“

Það var náungi með vídeókameru á öxlunum, sem var til hægri fyrir framan mig, sem var á hnjánum sem stóð upp sneri sér snöggt við og hitti mig beint á munninn.  Hann braut upp úr einni tönn og það komu sprungur í aðra.

Og þarna er ég með munninn lokaðan svo að blóð spýtist ekki út um allt og sem betur fer hitti hann þá (tönn) sem var rótarfyllt. Það var sú sem hann braut upp úr. En hina varð að laga líka vegna þess að það var sprunga í gegnum hana.“

Tiger sagði að hann hefði látið gera við tennurnar þegar hann kom aftur til Flórída.

Ó, Jesús Pétur, flugið heim var brandari,“ sagði Tiger. „Ég gat ekkert borðað, ekkert drukkið þar til gert var við þær og bráðabirgðatennur settar í.  Það mátti ekkert snerta þær. Jafnvel að anda var vont vegna þess að þá var loft yfir tauginni á tönninni sem enn var á lífi, þ.e. var sprungin.“

Tiger sagði að þetta hefði allt gerst vegna þess að hann hefði verið að reyna að koma Lindey á óvart og vildi ekki að neinn bæri kennsl á sig. Hann hefði því verið með (svarta) beinagrindaskíðagrímu á sér.“

Ég var  með skíðagrímuna á mér þanni gað enginn vissi hver ég væri, ég var að reyna að falla inn, það eru ekkert of margir dökkir náungar á skíðabrautunum, OK.“ sagði Tiger.

Þannig að þetta var hugmyndin á bakvið skíðagrímuna,“  sagði Tiger, sem sagði líka að beinagrindin væri úr Xbox videóleik sem héti „Ghost Recon“ sem hann spilar.

Þegar blaðamenn efuðust um sannleiksgildi sögunnar og spurðu hvort hún væri virkilega sönn svaraði Tiger loks: „Þetta er bara það sem það er.“