Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2015 | 10:00

Sveifla Cheyenne Woods – Myndskeið

Ein af nýju stúlkunum á sterkustu kvenmótaröð heims í ár er frænka Tiger, Cheyenne Woods.

Cheyenne er fædd 25. júlí 1990 og er því 24 ára.

Hér á Íslandi er hún e.t.v. best þekkt fyrir að hafa verið skólafélagi og í golfliði með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR, Íslandsmeistara í höggleik 2014, í Wake Forest.

Golf 1 mun verða með kynningu á henni síðar í vikunni í greinaflokknum „Nýju stúlkurnar á LPGA 2015″

Hér er smá forskot á sæluna, en hér má sjá myndskeið LPGA af sveiflu Cheyenne SMELLIÐ HÉR: