Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2015 | 15:00

Yao Ming aðeins stærri en Tiger

Samstarfsverkefni Asíutúrsins og Evróputúrsins China Open, sem fram fór á Tomson Pudong golfvellinum í Shanghaí, lauk í gær með sigri heimamannsins Wu Ashun.

Tiger Woods var í Shanghaí, en ekki til að spila heldur í auglýsingaherferð fyrir Nike.

Á einni slíkri kynningu á Nike í Shanghaí hitti Tiger Yao Ming og hefir myndin af þeim báðum sem tekin var við það tilefni farið út um allt í golfpressunni.

Fyndið er að sjá að Tiger, sem er engin smásmíð 1,85 á hæð virðist eins og smádvergur við hlið Yao Ming, sem er fyrrum körfuboltaleikmaður Houston Rockets .

Ming er 2,29 m á hæð!