LPGA: Sjöundi sigur Lydiu Ko
Nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga Lydia Ko sigraði í sjöunda sinn á LPGA í gær eftir bráðabana við Morgan Pressel.
Hvorki kanadísk ungstjarna (Brooke Henderson) né bandarísk Solheim Cupstjarna (Morgan Pressel) komu í veg fyrir að Lydiu Ko tækist að verja titil sinn á Swinging Skirts LPGA Classic og er þetta í 2. skipti sem Ko tekst að verja titil á LPGA.
Hún er nú sú yngsta á LPGA sem tekist hefir að verja titil á mótaröðinni tvívegis!
Hún vann sér inn $ 300.000 (u.þ.b. 41 milljón íslenskra króna), sem teljast verður ágætis 18 ára afmælisgjöf en Ko varð 18 fyrir 3 dögum síðan, 24. apríl s.l.
Og Ko vann jafnvel þó hún væri 3 höggum á eftir forystukonunni, hinni ungu Brooke Henderson frá Kanada fyrir lokahringinn, en það hefir henni einu sinni áður tekist (þ.e. að vinna upp 3 högga mun fyrir lokahring) og standa uppi sem sigurvegari í lokinn.
Ko og Pressel léku á samtals 8 undir pari, 280 höggum; Ko (67 72 71 70) og Pressel (69 72 67 72) og voru því jafnar eftir hefðbundinn 72 holu leik og því varð að koma til bráðabana milli þeirra, sem Ko sigraði á, á 2. holu bráðabanans.
Í 3. sæti varð hin kanadíska Brooke Henderson, sem svo sannarlega er búin að vekja athygli á sér á þessu móti. Hún lék á 7 undir pari, 281 höggi (70 65 72 74), en hélt því miður ekki haus lokahringinn, þar sem hún lék á 2 yfir pari., sem er of mikið í þessari hörðu samkeppi – kannski taugarnar að standa frammi fyrir fyrsta LPGA sigri sínum? Hver veit, en Brooke Henderson á eflaust eftir að láta að sér kveða í framtíðinni!
Til þess að sjá lokastöðuna á Swinging Skirts LPGA Classic SMELLIÐ HÉR:
Hér má sjá hápunkta í leik Ko á lokahring Swinging Skirts LPGA Classic SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
