Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Sophia Popov (30/45)
Nú hafa allar stúlkurnar verið kynntar sem urðu í 18.-45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014.
Þrjár (þ.e. þær í 18.-20. sæti) með fullan spilarétt eftir 7 manna bráðabana og hinar sem urðu í 21.-45. sæti með takmarkaðan spilarétt.
Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída.
Sjö kylfingar deildu 11. -17. sætinu, en þær léku allar á samtals 5 undir pari, hver.
Þetta eru þær: frænka Tiger: Cheyenne Woods, Therese Koelbaek frá Danmörku, franski kylfingurinn Perrine Delacour, SooBin Kim frá Suður-Kóreu, Sakura Yokomine frá Japan, Sophia Popov frá Þýskalandi og Ju Young Park, frá Suður-Kóreu.
Ju Young Park hefir þegar verið kynnt, en sú sem kynnt verður í dag er Sophia Popov.
Sophia lék á samtals 5 undir pari, 355 höggum (70 67 72 71 75).
Sophia komst bæði í gegnum úrtökumót LPGA og Evrópumótaraðar kvenna (LET), sem er frábær árangur, reyndar landaði Sophia 3. sætinu á Lalla Aicha Tour School í Marokkó.
Sophia Popov fæddist í Framingham, Massachusetts, 2. október 1992 og er því 22 ára.
Í dag býr Popov í Naples, Flórída. Þrátt fyrir fæðingarstað sinn er Popov þýskur ríkisborgari.
Hún gerðist atvinnumaður í golfi 14. júlí á s.l. ári þ.e. 2014 og hefir átt sæti í þýska golflandsliðinu frá árinu 2007.
Popov átti glæstan feril sem áhugamaður en hún vann m.a. í 10 sterkum áhugamannamótum, sem áhugamaður.
Popov segir uppáhaldsgolfvöll sinn vera Cypress Point í Bandaríkjunum.
Sterkustu þættirnir í leik hennar eru drævin og löngu járnin og nokkuð sérstakt við Popov er að hún notar Kramski pútter.
Þjálfari Popov er Stephan Morales.
Popov er með marga sterka styrktaraðila m.a. Allianz, þýska golfsambandið og Cobra Puma golf.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
