Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2015 | 10:45

Evróputúrinn: Wu fyrsti Kínverjinn til að sigra á Evróputúrnum … á heimavelli!

Wu Ashun varð í dag fyrsti Kínverjinn til þess að sigra á Evróputúrnum, en það var á China Open, sem var samstarfsverkefni Evrópu- og Asíutúranna…. á heimavelli, í Kína.

Wu, 29 ára, sem tvívegis hefir sigrað á Japan Golf Tour kemst nú í hóp þeirra Liang Wenchong og Zhang Lian-wei sem áður hafa sigrað á Evróputúrnum; en Wenchong og Lian-wei sigruðu á öðru samstarfsverkefni Evrópu- og Asíutúranna þ.e.  Singapore Masters, sem fram fór í Singapore.

Wu er fyrsti Kínverjinn sem sigrar á Evróputúrnum í Kína þ.e. á heimavelli sínum.

Wu lék á samtals á 9 undir pari, 279 höggum (73 66 68 71).

Hann átti 1 högg á þá David Howell frá Englandi og Emiliano Grillo frá Argentínu, sem voru T-2.

Til þess að sjá lokatöðuna í Tomson Shanghai Pudong GC þar sem China Open fór fram SMELLIÐ HÉR: