LPGA: Henderson efst með 1 höggs forystu fyrir lokahringinn
Hin 17 ára kanadíska Brooke Henderson barðist gegn snörpum kalifornískum vindhviðum í 72 högga 3. hring sínum á Swinging Skirts LPGA Classic.
Hún gæti orðið aðeins 3. kylfingurinn á LPGA til þess að sigra á LPGA fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn.
Hún gæti jafnframt orðið fyrsti kanadíski kvenkylfingurinn til þess að sigra á LPGA frá því að Lorie Kane sigraði árið 2001 á LPGA Takefuji
„Þetta var frábær dagur þarna úti. Það voru virkilega erfiðar aðstæður og ég gat samt spilað vel,“ sagði Henderson. „Nokkrum sinnum varð stutta spilið mitt að bjarga mér og ég komst upp með það, sérstaklega fyrstu 16 holurnar.“
Henderson er aðeins með 1 högga forystu á þær Morgan Pressel (67)og Min Seo Kwak (69) en þær tvær voru þær einu sem léku undir 70 í gær. Báðar verða þær með Henderson í lokahringnum.
Það er óþarfi að segja að Brooke Henderson sé algerlega óþekkt stærð í golfinu, þó að hún hafi ekki öðlast heimsfrægð eins og Lydia Ko.
Henderson er vel þekkt í golfinu í Kanada, en hún sigraði m.a. einstaklingskeppnina á HM kvenna í Japan á s.l. ári og hafði þar áður komist á golfradarinn fyrir að sigra í þekktum alþjóðlegum unglingagolfmótum s.s. eins og Orange Bowl golfmótið í Miami árið 2013, sem Gísli okkar Sveinbergsson tók þátt í á s.l. ári (en keppt er bæði í pilta og stúlknaflokki á því virta móti).
En aftur að Swinging Skirts mótinu. Nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Lydia Ko er í 4. sæti 3 höggum á eftir Henderson og er að reyna við 7. sigur sinn og þann fyrsta eftir 18 ára aldurinn auk þess sem hún er að reyna að verja titilinn frá því í fyrra. Í 4 af þeim 6 mótum sem Ko hefir sigrað á, á LPGA hefir hún ekki verið í forystu fyrir lokahringinn og á 1 náði hún upp 3 högga forystu annars á lokahringnum, þannig að það er aldrei að vita hvaða ása hún dregur fram úr erminni á lokahringnum í dag! Það er allt eins víst að hún standi uppi sem sigurvegari! A.m.k. er verulega spennandi dagur framundan í kvennagolfinu!!!
Til þess að sjá stöðuna á Swinging Skirts LPGA Classic SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
