Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2015 | 12:00

Dýr á golfvöllum: Snákurinn á Zurich Classic

Það eru ýmis dýr sem heimsækja golfvelli og golfmót og þar eru stórmót engin undantekning.

Nú um helgina fer fram Zurich Classic mótið í New Orleans og á 2. degi mótsins varð að fjarlægja stóran snák sem snákast hafði inn á eina golfbrautina.

Hér er um svokallaðan black racer snake upp á ensku að ræða (lat. Coluber constrictor priapus).

Þessir snákar eru ekki með þeim eitruðustu; þeir lifa aðallega á smærri dýrum sem þeir ráða við s.s. smáeðlum, froskum, eggjum fugla en eru þekktir fyrir að ráðast að fólki til þess að hræða það, ef þeir fara í einhvern varnarham.

Starfsmaður Zurich Classic virðist alla veganna ekkert of æstur í að kljást við black racer snákinn.

Til þess að sjá myndskeið af snáknum á Zurich Classic SMELLIÐ HÉR: