Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2015 | 19:00

Evróputúrinn: Richie Ramsay kylfingur marsmánaðar 2015

Richie Ramsay hefir verið útnefndur Hilton European Tour kylfingur marsmánaðar eftir að hafa sigrað á Trophée Hassan II í þeim mánuði.

Hinn 31 árs Ramsay vann með 1 höggi í Agadir, en hóf lokahringinn jafn tveimur öðrum þ.e. Andrew McArthur og Frakkanum Romain Wattel í  Golf du Palais Royal, þar sem mótið fór fram í Marokkó.

Eftir mikil fundarhöld á Waldorf Astoria hotel í Edinborg hafði Ramsay betur en sá sem varð í 2. sæti um titilinn kylfingur marsmánaðar en það var George Coetzee, frá Suður-Afríku sem vann 2. titil sinn á Evróputúrnum í mars þ.e. á Tshwane Open,

“Ég er ánægður með að hafa verið útnefndur The Hilton European Tour kylfingur marsmánaðar,” sagði Ramsay m.a. þegar ljóst var að hann hefði verið útnefur.  „Ég var mjög ánægður að vinna í Marokkó eftir erfitt tímabil, þannig að ná verjast áhlaupum þessara toppkylfinga lokahringinn og spila eins og ég gerði til að ná titlinum (3. titil Ramsay á Evróputúrnum) var frábært.“

Til þess að sjá viðtal við kylfing marsmánaðar á Evróputúrnum 2015 SMELLIÐ HÉR: