Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2015 | 12:45

Evróputúrinn: Julien Quesne efstur í hálfleik China Open – Manassero geysist upp skortöfluna – Hápunktar 2. dags

Það er franski kylfingurinn Julien Quesne, sem leiðir í hálfleik á Volvo China Open.

Hann er búinn að spila á 8 undir pari, 136 höggum (69 67).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir eru Titleist erfinginn Peter Uihlein og Frakkinn Alexander Levy.

Fjórða sætinu deila síðan 6 kylfingar sem allir eru búnir að spila á 5 undir pari, hver; en þ.á.m. er ítalski kylfingurinn Matteo Manassero.

Manassero lék fyrsta hring á 71 höggi en bætti sig um 3 högg á 2. hring og lék á 68.

Í viðtali eftir mótið sagði hinn 22 ára Manassero m.a. að móðir hans væri með sér; hún væri lukkudýrið sitt og hann ætlaði að gera sitt besta í mótinu fyrir hana.

Til þess að sjá stöðuna í hálfleik á Volvo China Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Volvo China Open SMELLIÐ HÉR: