Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2015 | 09:00

Asíutúrinn: 10 högga sveifa hjá Björn – Unho Park leiðir í hálfleik í Jakarta

Nokkrir evrópskir topp-kylfingar taka þátt í CIMB Niaga Indonesian Masters; þ.e. Lee Westwood og Thomas Björn.

Mótið stendur 23.-26. apríl 2015 og fer fram í Royal Jakarta golfklúbbnum, í Jakarta á Indónesíu.

Björn leiddi eftir 1. hring á glæsilegum 66 höggum en eftir 2. hringinn í nótt er hann kominn niður í 3. sætið sem hann deilir með 2 öðrum eftir afleitan hring upp á 76 högg; samtals hefir hann leikið á 2 undir pari, 142 höggum (66 76).

Westwood er einn í 7. sæti á samtals 1 undir pari, 143 höggum (69 74).

Sá sem leiðir mótið í hálfleik er ástralskur kylfingur Unho Park en hann er búinn að spila á 4 undir pari (67 73). Park þessi er e.t.v. ekki meðal kunnustu kylfinga en hann er fæddur í S-Kóreu, en tók síðan upp ástralskan ríkisborgararétt.  Eins er athyglisvert við hann að hann er fæddur nákvæmlega sama dag og ár og Ian Poulter, 10. janúar 1976 og reyndar líka Andrea Ásgrímsdóttir, golfkennari (f. 10. janúar 1974).

Til þess að sjá viðtöl og hápunkta 2. hrings á CIMB Niaga Indonesian Masters SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna í hálfleik á CIMB Niaga Indonesian Masters SMELLIÐ HÉR: