Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2015 | 02:00

LPGA: Ko byrjar titilvörnina vel!

Ný-Sjálenski kylfingurinn Lydia Ko byrjar titlvörn sína á Swinging Skirts LPGA Classic vel.

Hún er efst eftir 1. dag, en forysta hennar er naum.

Nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Ko lék á 5 undir pari, 67 höggum og trónir í efsta sæti eftir 1. hring.

Fast á hæla hennar koma gamla brýnið Julie Inkster, Ha Na Jang frá S-Kóreu og PK Kongkraphan frá Thaílandi; sem allar hafa leikið á 4 undir pari, 68 höggum.

Enn öðru höggi á eftir eru bandaríski kylfingurinn Morgan Pressel, Íslandsvinurinn Caroline Hedwall, NY Choi og fyrrum nr. 1 á heimslistanum Stacy Lewis, en þær deila allar 5. sætinu (eru T-5) og hafa leikið á 3 undir pari, 69 höggum.

Þessar 8 framantöldu eru þær einu sem brutu 70 á fyrsta hring Swinging Skirts mótsins.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Swinging Skirts LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: