Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2015 | 21:30

Couples óánægður með að hafa ekki verið valinn fyrirliði

Fred Couples getur ekki leynt óánægju sinni með að hafa ekki verið valinn fyrirliði Ryder bikars lið Bandaríkjanna.

Í staðinn hlaut Davis Love III tækifæri og það í 2. sinn, en hann var fyrirliði í óförum liðs Bandaríkjanna í „kraftaverkinu í Medinah“ 2012.

Nú í vikunni fer hins vegar fram Icons Cup í Dubaí og þar mætir lið Evrópu liði Bandaríkjanna og hefir Couples verið valinn fyrirliði þess liðs, svona í smá sárabætur.

Þegar ég samþykkti að taka þátt í þessu [the Icons Cup] þá hélt ég að Darren (Clarke) ætti 75% líkur á að verða fyrir liðs Evrópu og ég hélt að ég ætti meira en helmings líkur (á að verða fyrirliði liðs Bandaríkjanna). En svo kemur bara í ljós að hann var 100% náunginn í starfið og ég var bara núll

Ef ég á að vera hreinskilinn, þá voru það vonbrigði (að vera ekki valinn fyrirliði) en þeir völdu frábæran náung í Davis og kannski á minn tími eftir að koma.“

Ég hélt að ég ætti eins góða möguleika eins og hver annar að hljóta starfið og það myndi hafa verið ótrúlegt fyrir okkur báða að vera í Rydernum og sitja hér (sem fyrirliðar í Icon Cup).  Ég er ánægður fyrir hönd Davis og svo sannarlega ánægður með Darren.“