Azahara Muñoz LPGA: Muñoz keppir í fyrsta sinn e. krabbameinsaðgerð
Spænski kylfingurinn Azahara Muñoz keppir í fyrsta sinn nú eftir að góðkynja krabbamein var fjarlægt með skurðaðgerð úr lófa hennar.
„Mér líður vel,“ svaraði Muñoz aðspurð um hvernig hún hefði það í lófanum. „Hann (lófinn) hefir verið að jafna sig og læknirinn er ánægður með framvindu mála.„
Aðgerðin fór fram 16. mars þannig að Muñoz hefir ekki fengið langan tíma til að ná sér. Hún hefir ekki slegið bolta í heilan mánuð og hefir ekki tekið fulla sveiflu nema í tæpa viku núna.
Muñoz hefir ekkert spilað frá því að hún náði 4. sætinu á HSBC Women’s Champions fyrir 6 vikum. Hún hefir sigrað 4 sinnum á alþjóðlegum mótum þ.á.m. LPGA Sybase Match Play Championship árið 2012.
Muñoz er nr. 17 á Rolex-heimslista kvenna og búist við að hún verði í lykilhlutverki í liði Evrópu í Solheim Cup n.k. september.
„Ég ætla ekkert að gera mér neinar vonir,“ sagði Muñoz. „Ég hef ekkert spilað í móti í 6 vikur. Ég hef í raun ekkert spilað í 5 heilar vikur. Ég ætla bara að vera skynsöm og reyna að gera mitt besta.„
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
