Azahara Muñoz
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2015 | 22:00

LPGA: Muñoz keppir í fyrsta sinn e. krabbameinsaðgerð

Spænski kylfingurinn Azahara Muñoz keppir í fyrsta sinn nú eftir að góðkynja krabbamein var fjarlægt með skurðaðgerð úr lófa hennar.

Mér líður vel,“ svaraði Muñoz aðspurð um hvernig hún hefði það í lófanum. „Hann (lófinn) hefir verið að jafna sig og læknirinn er ánægður með framvindu mála.

Aðgerðin fór fram 16. mars þannig að Muñoz hefir ekki fengið langan tíma til að ná sér.  Hún hefir ekki slegið bolta í heilan mánuð og hefir ekki tekið fulla sveiflu nema í tæpa viku núna.

Muñoz hefir ekkert spilað frá því að hún náði 4. sætinu á  HSBC Women’s Champions fyrir 6 vikum. Hún hefir sigrað 4 sinnum á alþjóðlegum mótum þ.á.m. LPGA Sybase Match Play Championship árið 2012.

Muñoz  er nr. 17 á Rolex-heimslista kvenna og búist við að hún verði í lykilhlutverki í liði Evrópu í Solheim Cup n.k. september.

Ég ætla ekkert að gera mér neinar vonir,“ sagði Muñoz. „Ég hef ekkert spilað í móti í 6 vikur. Ég hef í raun ekkert spilað í 5 heilar vikur. Ég ætla bara að vera skynsöm og reyna að gera mitt besta.