Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2015 | 17:00

LPGA: Pettersen dregur sig úr Swinging Skirts mótinu

Norska frænka okkar, Suzann Pettersen tekur ekki þátt í  Swinging Skirts Classic mótinu og hefir sagt að það sé vegna verkjar í vinstri öxl, en vegna þess verkjar dró hún sig einmitt úr LOTTE Championship á 3. hring

Um veikindi sín sagði Pettesen eftirfarandi:

Eftir að hafa ráðfært mig við teymi lækna minna og sjúkraþjálfara hefir mér verið sagt að hvíla mig í aðra viku. Þó ég sé hrygg yfir að missa af mótinu þessa viku þá verð ég samt að verða frísk þannig að ég geti keppt á hæasta stigi.“

Pettersen, 34 ára, er 14-faldur sigurvegari á LPGA, en þar af eru 2 sigrar hennar sigrar á risamótum.

Eftir að hafa sigrað 4 sinnum á LPGA 2013 varð hún nr. 2 á heimslistanum, sem er það hæsta sem hún hefir komist á þeim lista, en átti í bakmeiðslum snemma á síðasta ári.  Hún varð í 8. sæti á ANA Inspiration fyrir 3 vikum í síðasta móti sem hún kláraði og í dag er hún í 8. sæti á heimslistanum.