Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2015 | 16:45

Evróputúrinn: Dredge, Hendry og Howell leiða á Volvo China Open – Hápunktar 1. dags

Það eru Englendingurinn David Howell, Bradley Dredge frá Wales og Ný-Sjálendingurinn Michael Howell sem leiða eftir 1. dag á Volvo China Open, sem fram fer í Shanghaí í Kína.

Allir eru þeir búnir á spila á 4 undir pari, 68 höggum.

Aðeins 1 höggi á eftir eru þeir Marcus Fraser og Frakkarnir  Julien Quesne og Alexander Levy.

Í 7. sæti eru síðan Englendingurinn Oliver Wilson, Benjamin Herbert frá Frakklandi, Johan Carlson frá Svíþjóð, Skotinn Craig Lee, Shiv Kapur frá Indlandi, Thomas Pieters frá Belgíu, Ihwan Park frá S-Kóreu og Titleist erfinginn Peter Uihlein; en allir léku þessir 8 kylfingar á 2 undir pari, 70 höggum og deildu 7.-14. sætinu.

Nokkur gola var þennan 1. dag í Shanghaí og setti það strik í reikninginn hjá mörgum kylfingnum í dag.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Volvo China Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Volvo China Open SMELLIÐ HÉR: