Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2015 | 16:30

EPD: Þórður Rafn varð T-21 í Marokkó

Þórður Rafn Gissurarson, GR, varð T-21 þ.e. deildi 21. sætinu ásamt 6 öðrum  á Open Royal Anfa Mohammedia, sem fram fór í Royal Mohammedia golfklúbbnum, í Mohammédia,  Marokkó, dagana 20.-22. apríl, en mótinu lauk í gær.

Þórður Rafn lék samtals á 5 yfir pari, 215 höggum (73 69 73) og hlaut €391,57 fyrir 21. sætið sem er tæpar 60.000 íslenskar krónur.

Alls voru 46 sem komust í gegnum niðurskurð.

Sigurvegari í mótinu varð Englendingurinn Ben Parker, en hann hafði nokkra sérstöðu lék á samtals 10 undir pari, 200 höggum (68 66 66) og átti 5 högg á þá sem næst komu

Til þess að sjá lokastöðuna á  Open Royal Anfa Mohammedia SMELLIÐ HÉR: